Æskulýðsvettvangurinn óskar eftir samþykki fyrir því að safna upplýsingum um kyn, aldur, sveitarfélag og samtök þeirra sem taka netnámskeið í barnavernd. Er það gert í þágu þess að hægt sé að kortleggja hvar verið er að nota námskeiðið og hvar má mögulega bæta úr. Er það gert til þess að tryggja sem mesta notkun og dreifingu á námskeiðinu. Æskulýðsvettvangurinn fer með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.