THIS COURSE IN ENGLISH


Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar sem vinna með börnum og ungmennum þurfa að þekkja mismunandi birtingarmyndir kynferðisofbeldis, eineltis og annars ofbeldis sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og vita hvernig bregðast eigi við þegar slíkt kemur upp.

Tilgangurinn með aukinni þekkingu fólks á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir, er að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi og gera börnum og ungmennum auðveldara með að fá úrlausn slíkra mála þegar þau koma upp.

Námskeiðið er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem og aðra áhugasaman um barnaverndarmál.

Uppbygging á námskeiðinu

Námskeiðið skiptist í tíu kafla og inniheldur fræðslu um líkamlegt og andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vanrækslu, samskiptavanda og einelti, með áherslu á börn og ungmenni. Í lok hvers kafla er stutt krossapróf sem þarf að ljúka til þess að halda áfram. Að loknu námskeiðinu geta þátttakendur fengið skírteini með staðfestingu á því að þeir hafi lokið námskeiðinu. 

Námskeiðið er ókeypis og það getur tekið allt að klukkutíma að ljúka því.


Kaflar námskeiðsins

  • 1

    Inngangur

    • Inngangur að námskeiðinu
  • 2

    Líkamlegt ofbeldi

    • Skilgreining á líkamlegu ofbeldi
    • Einkenni og afleiðingar líkamlegs ofbeldis
    • Spurningar um líkamlegt ofbeldi
  • 3

    Andlegt ofbeldi

    • Skilgreining á andlegu ofbeldi
    • Einkenni og afleiðingar andlegs ofbeldis
    • Spurningar um andlegt ofbeldi
  • 4

    Kynferðislegt ofbeldi

    • Skilgreining á kynferðislegu ofbeldi
    • Einkenni kynferðislegs ofbeldis
    • Einkenni kynferðislegs ofbeldis - frh
    • Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis
    • Spurningar um kynferðislegt ofbeldi
  • 5

    Vanræksla

    • Skilgreining á vanrækslu
    • Einkenni og birtingarmynd vanrækslu
    • Afleiðingar vanrækslu
    • Spurningar um vanrækslu
  • 6

    Hvernig bregðast skal við grun um ofbeldi eða vanrækslu

    • Fyrstu viðbrögð
    • Tilkynningarskylda
    • Spurningar um viðbrögð við grun um ofbeldi eða vanrækslu
  • 7

    Samskiptavandi og ágreiningur

    • Að stuðla að jákvæðri og góðri menningu í hóp
    • Samskiptavandi
    • Spurningar um samskiptavanda
  • 8

    Einelti

    • Skilgreining á einelti
    • Einkenni og birtingarmyndir eineltis
    • Einkenni og birtingarmyndir eineltis - frh
    • Afleiðingar eineltis
    • Spurningar um einelti
  • 9

    Hvernig bregðast skal við grun um einelti

    • Fyrstu viðbrögð
    • Spurningar um hvernig skal bregðast við grun um einelti
  • 10

    Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

    • Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Netnámskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Skrá mig núna

Æskulýðsvettvangurinn

Hlutverk og aðildarfélög

Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi með því að stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í slíku starfi þar sem lögð er áhersla á að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur. Einelti, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi og önnur óæskileg hegðun er ekki liðin innan þeirra félagasamtaka sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn. 

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands.


Aðildarfélög Æskulýðsvettvangsins

Höfundar og styrktaraðilar

Námskeiðið er sett á laggirnar af Æskulýðsvettvanginum í samstarfi við fagaðila í barnaverndarmálum. Efni námskeiðsins var samið af Þorbjörgu Sveinsdóttur, sálfræðingi, Ólöfu Ástu Farestveit, uppeldis, afbrota og fjölskyldufræðing, Semu Erlu Serdar, sérfræðingi í samskiptum og forvörnum og Björg Jónsdóttur hjá Erindi – samtökum fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða. Er þeim, sem og öllum öðrum sem komu að því að gera námskeiðið að veruleika, færðar bestu þakkir fyrir.

Verkefnið er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu, Æskulýðssjóði og Lýðheilsusjóði.